9.2.2008 | 16:40
Ferðalag
Það kom til mín myndarlegur ungur maður í fyrradag og spurði mig hvort hann mætti bjóða mér í ferðalag með sér daginn eftir. 'Eg sagði auðvitað já og svo kom í ljós að hann var að bjóða öllum útlendndu stúdentunum í ferð til Helsingör ásamt mat og tilheyrandi pöbbarölti. Við skoðuðum að vísu höllina fyrst og röltum um gamla bæinn, sem er með þeim elstu í Danmörku. Þetta var hin skemmtilegasta fer. Hér í skólanum eru 12 útlendir nemendur allt konur. 'Eg er auðvitað elst en ég finn ekkert fyrir því, þær eru allar voða sætar við mig og vilja alltaf hafa mig með sér hvert sem farið er. Við erum 3 íslenskar og svo eru tyrkneskar og írskar stelpur.
Frá Köben er það helst að frétta að ég var að koma inn úr hjólatúr. Veðrið var ótrúlegt logn og sól og 10°C . Ég er enga stund að hjóla niður í bæ, hélt ég væri hálfnuð þegar ég var allt í einu stödd á miðju Strikinu, var ca. 10 mínútur að hjóla þangað. Hjólaði framhjá Prinsessegade þar sem ég held að Guðný, Íris og Ásdís ásamt börnunum sínum séu búnar að fá íbúð í apríl. Hún er hér rétt hjá. Í kvöld hefði ég verið að fara á þorrablót heima í sveitinni, en ætli ég fari ekki bara á grímuballið sem haldið verður hér á kollegíinu í kvöld, aldrei að vita.
Um bloggið
Magnea Kristleifsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..já við verðum á Prinsessegade 23...
Guðný Bjarna (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:49
móðir mín í kví kví kvíddu ekki því því ég skal ljá þér duluna mína til að dansa í ..... drífðu þig á grímuballið
bið að heilsa,
Kristín
kristín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:17
kristin (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.