21.2.2008 | 12:19
Óeirðir
Það er mikið um að vera hér í Köben þessa daganna. Hér er kveikt í bílum og sprengjum hent inn í hús hjá fólki sem á sér einskis ills von. Hér þar sem ég bý hefur allt verið með kyrrum kjörum þar til í gærkvöldi að ég heyrði einhver heljarinnar læti utandyra með sírenuvæli og því sem tilheyrir. Þegar ég svo lagði af stað í morgun hjólandi, sá ég að tveir bílar voru brunarústir einar hér í næstu götu. Þessum látum verður að linna og enginn veit svo sem hvað er í gangi. Myndirnar af Muhamed eru nefndar sem aðalorsök en þeir framámenn sem talað er við í sjónvarpinu segja að það hafi bara verið olía á eldinn sem kraumar hjá innflytjendum.
Ég vona bara að við heima á Íslandi náum að komast hjá svona löguðu. Mér finnst gott hjá Bubba og félögum að stofna til þessara tónleika til að minna á að kynþáttafordómar tilheyra fortíðinni. Erum við ekki öll bara manneskjur sem búum á þessari jörð sama hver hörundsliturinn er.
Um bloggið
Magnea Kristleifsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvað er að frétta frá Köben... maður hefur áhyggjur ef það er ekki dagleg bloggfærsla frá skólastelpunni, miðað við óeirðaféttirnar sem berast...
Guðný Bjarna, 24.2.2008 kl. 10:53
Hæ Nenna fékk að grípa í tölfuna hjá Betu. Við söknum þín öll .Við Flosi förum að sjá Óperuna í kvöld.Hlakka aðalega til að sjá Manna.Farðu svo gætilega í óeirðunum. guð veri með þér. Bless elsku stelpan mín.Þín Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:06
Takk Lilja mín ég fékk bara tár í augun og ég sakna ykkar og allra heima óskaplega mikið
Magnea Kristleifsdóttir, 25.2.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.