Þau gömlu í Köben

Já það er afstætt  hugtak þetta með aldurinn.  Þegar ég var tvítug þá fannst mér að ég væri búin að lifa mitt fegursta og ekki væri mikið eftir af spennandi tækifærum.  En hvað haldið þið, lífið hefur aldrei verið skemmtilegra en núna.  Við Manni höfum verið að skoða okkur um síðustu daga hér í  nágrenninu.  Í gær fórum við í langan göngutúr, byrjuðum á því að fara bakdyramegin inn í Kristjaníu og skoðuðum öllu litlu skrítnu húsin þar.  Löbbuðum svo niður í bæ og settumst út í sólskinið í Nýhöfn og fengum okkur heitt súkkulaði og romm.  Þar næst fórum við í siglingu umhverfis borgina og að lokum skelltum við okkur í óperuna og sáum hina kátu ekkju í nýja óperuhúsinu, sem er alveg magnað hús.  Í dag höfum við verið að hjóla um borgina og ég held að við höfum hjólað u.þ.b 20 km í dag.  Veðrið var alveg ágætt sólskin en svolítið kalt þegar líða tók á daginn.  Í kvöld elduðum við íslenskt lambakjög og það smakkaðist dásamlega.  Á morgun er svo ferðinni heitið til Odense þar sem okkar bíða ný ævintýri.   Svo ég segi enn og aftur,  aldur er afstætt hugtak, þú ert ekki eldri en þér finnst þú vera og nú er ég 19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

...dásamleg bloggfærsla.... já öll ævintýri gerast í huganum...

njótið og lifið ...því lífið er núna...

páskakveðja frá Fróni

Guðný Bjarna, 21.3.2008 kl. 09:32

2 identicon

Takk fyrir okkur.... Dansandi beljan er mjög flott og matarbakkin ótrúlega sniðugur.. en því miður er peysan of lítil... Hann er svo duglegur að stækka drengurinn

Ásdís (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Magnea Kristleifsdóttir

Já mér fannst beljan ótrúlega sniðug þar sem hún dansaði á Strikinu.  En svo er það með stærðina á barnabörnunum, þau stækka hraðar en ég hélt.  Skórnir á Dagbjörtu voru líka of litlir, hef ekki heyrt frá Auði hvernig fötin pössuðu.   Kveðjur Mamma.

Magnea Kristleifsdóttir, 24.3.2008 kl. 14:52

4 identicon

Sæl og blessuð

Frábært hvað þú hefur það gott í Köben. 

Kveðja, Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnea Kristleifsdóttir

Höfundur

Magnea Kristleifsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Fréttir frá Köben

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • danmork 1 268
  • danmork 1 214
  • danmork 1 253
  • danmork 1 211
  • danmork 1 257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband