1.4.2008 | 13:14
Vorið er komið
Eftir frekar kalda helgi kom vorið í gær með sól og blíðu. Gestirnir mínir þær Dóra, Eygló og Þórhildur voru svolítið óheppnar með veðrið en allt annað var í fínu lagi. Það var ótrúlega gaman að fá heimsókn að heiman. Takk fyrir það stelpur mínar!!
Nú fara að hellast yfir ýmiskonar verkefni í skólanum og ritgerðir sem á að skila í vor verða að fara að verða til. Skólamálin eru oft í umræðunni hér í fjölmiðlum og mér heyrist vera sama hljóðið í strokknum hér og heima. Kennarar eru óánægðir með launin, kennaraskortur er mikill, börnin erfiðari og vandinn vex og vex með hverju árinu. Samt eru Danir mjög ofarlega á lista velstæðra þjóða.
Annars er það helst í fréttum í dag að Danir seldu Bandaríkjamönnum Grænland fyrir 1,2 milljarda dkr. Þeir segjast ekki hafa haft annað en vesen og vandamál upp úr eigninni og Grænlendingum sjálfum. Ég get nú ekki annað en verið móðguð fyrir hönd Grænlendinga og mikið er ég fegin að Ísland náði því að verða sjálfstæð þjóð, áður en Danir náðu að selja okkur hæstbjóðanda. Síðast seldu Danir Bandaríkjamönnum Vestur Indisku eyjarnar sem hinir síðarnefndu hafa stórgrætt á. Ætli það sama verði ekki upp á teningnum með Grænland.
Um bloggið
Magnea Kristleifsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er líka komið smá vorveður. En er ekki annars fyrsti apríl. Stelpurnar eru orðnar voða spenntar fyrir Danmerkurferð. Kveðja úr sveitinni.
Íris (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:19
hér er hávaða rok og skítakuldi.... mjög lítil merki að vorið sé á næsta leiti..... hlakka mikið til Köben daga....
Guðný Bjarna, 2.4.2008 kl. 16:38
Ég hlakka sömuleiðis mikið til. Þegar ég labbaði heim úr skólanum í dag tók ég smá útúrkrók og fann þá heljarmikið leiksvæði fyrir börn rétt við Prinsessegade. Svo er ég búin að afla mér upplýsinga um hvað skemmtilegt er að gera með börn og fullorðna og er komin með nokkuð safn.
Á sunnudaginn er ég svo að fara á hestbak á íslenskum hestum í skóginum við Roskilde.
Magnea Kristleifsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:34
Sæl Magnea mín og takk fyrir síðast.
Þetta var alveg frábær helgi þrátt fyrir veðrið... ...kærar þakkir fyrir mótttökurnar og samveruna um helgina. Ég setti nokkrar myndir frá ferðinni inná vefinn minn, slóðin er
http://www.eyglo.com/Koben_mar08/index.htm
Bestu kveðjur og hafðu það sem allra best í vorveðrinu í Köben
Eygló
Eygló Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:06
Sæl Nenna mín. Ég hef verið að fylgjast með skrifunum þínum síðan ég kom frá Kanarí, Birna sagði mér slóðina. Þetta er heilmikið ævintýri hjá þér og þínum, ég get ekki annað dáðst að þessari framtakssemi hjá þér.
Kær kveðja Særún.
Særún Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:29
Takk fyrir það Særún mín, já þetta er bara eitt ævintýri
Magnea Kristleifsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.