aprílgabb

Já ég lég víst plata mig þann 1. apríl.  Fréttin um að Danir hefðu selt Grænland til Bandaríkjanna var sem betur fer aprílgabb.  En ég hélt að aprílgabb væri þannig, að maður ætti að hlaupa á einhvern tiltekinn stað.  Sennilega hefði ég átt að hlaupa niður í þinghús og mótmæla. 

En núna var ég að koma úr ferð með líffræðihópnum.  Við fórum að skoða heilmikla vatnshreinsistöð í Moløv og svo fórum við að taka sýni úr ánni, sem rennur í gegn um bæinn,  bæði fyrir og efti hreinsun.  Það var gaman að sjá muninn.  Svo endaði ég í partýi í  skólanum.  Á föstudögum er alltaf fredags fest og krakkarnir eru svo yndisleg við mig og vilja endilega hafa mig með og ekki hef ég á móti því.  Á morgun er svo afmæli hjá Kristmundi frænda og það verður örugglega gaman. 

 Á sunnudaginn bíða mín svo ný ævintýri.  Kona ( hún er jafnaldra mín)  sem ég kynntist í skólanum er búin að bjóða mér heim til sín.  Hún býr á búgarði í Roskilda og á íslenska hesta.  Hún bauð mér  á hestbak og á sunnudaginn. Við keyrum hestana inn í skóg og svo ríðum við til baka á búgarðinn.  Ég hlakka til að komast á hestbak og ekki er verra að prófa að ríða eftir dönskum skógarstígum.   Svo þið sjáið að ævintýrin eru allstaðar.  Það er bara að opna dyrnar. 

 Myndir eru væntanlegar á næsta bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnea Kristleifsdóttir

Höfundur

Magnea Kristleifsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Fréttir frá Köben

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • danmork 1 268
  • danmork 1 214
  • danmork 1 253
  • danmork 1 211
  • danmork 1 257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband