26.4.2008 | 14:34
Fiðrildi í maganum
Nú eru fiðrildin í maganum á mér farin að segja til sín. Ég hlakka svo til þegar ég fæ að sjá allan skarann minn á eftir. Ég veit að þau hafa bæði stækkað og breyst mikið á þessum 3 mánuðum sem ég hef verið hér í Köben. Veðrið er frábært, 18 stiga hiti og sól, svo það væsir ekki um mann þessa dagana.
l Þessi mynd er af Prinsessegade 23, þar sem hersingin ætlar að búa næstu dagana. Þar er frábær bakgarður með leiktækjum og fleiru fyrir krakka.
Hérna er skólinn minn. Hann er inn í miðri Kaupmannahöfn á fallegum stað.
Ég smellti mér á hestbak á Mósa, ágætis hestur, sem var einu sinni á Norðurlandamóti, fæddur í Skagafirði. Það eru góðar reiðleiðir og mikið gert fyrir hestamann í Roskilde.
Við Manni heimsóttum Reyni og Maríu í páskavikunni. Það var virkilega gaman að hitta þau og eins og þið sjáið hafa þau lítið breyst. Ekki komið grátt hár á höfuðið á Maríu.
Manni að fá sér pulsu á Strikinu. Góðar vinkonur í heimsókn
Um síðustu helgi voru 100 ár frá því konur fengu kosningarétt hér í Danmörku. Þær notuðu því tækifærið til að minna á hlutverk sitt í 100 ár og krefjast hærri launa. Hér eru hjúkrunarfræðingar í verkfalli, svo þetta minnir allt dálítið á Ísland. Gunna notaði tækifærið og fór í kröfugöngu í leiðinni.
Það er alltaf notalegt að setjast niður á Ráðhústorginu og fá sér kaffisopa á góðum degi. Tónleikar og fleiri uppákomur voru í boði þennan daginn.
Um bloggið
Magnea Kristleifsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð !Ég er alltaf að fylgjast með þér,þetta hlýtur að vera yndislegt,heldurðu að þú komir nokkuð heim aftur?Gaman að þú skulir vera að fá heimsókn allra krakkana þinna .Hér er eins stiga frost og norðanátt,ég gæti alveg þegið betra veður.Hanna Sjöfn eignaðits strák 25 apríl.Góðar kveðjur frá Grímsstöðum
Steina
Steinunn (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:37
Jæja það eru nú ekki allir í köben nema það sé hætt að telja okkur með og viðerum 5.
Vonandi er gaman hjá ykkur heyrumst seinna.
Auður (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.