Heimsóknin

 Nú fera að líða að því að ég komi heim í sauðburð og fleira skemmtilegt.  'Eg hef í fyrsta skipti upplifað vorið í öðru landi, og það er öðruvísi en heima.  Hér kom vorið einn daginn og það fór ekki daginn eftir. Veðrið er búið að vera alveg frábært undanfarna daga 20 - 24°C síðustu daga.  Úlpur og utanyfirflíkur komnar ofaní tösku og verða ekki notaðar fyrr en heima á Fróni. 

 Ég er búin að skila ritgerðunum mínum og nú á ég eftir að halda fyrirlestur, þar sem ég á að verja það sem ég skrifaði.  Þetta er svolítið fyrirkvíðanlegt þar sem ég á að tala í 45 mín. á dönsku. En allt hefst þetta og ég hlakka til að koma heim.  Annars hefur það verið frábært að fá tækifæri til að dveljast svona í öðru landi og kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum. 

Síðasta heimsókn var aldeilis skemmtileg, þegar stór hluti af fjölskyldunni kom í heimsókn.  Það var margt gert og margt skoðað.  Tívolí, dýragarður og hallargarðar ásamt öllum þeim stóru leikvöllum sem finnast hér voru vinsælir staðir þessa daga.

Hér koma nokkrar myndir frá heimsókninni:

þær voru fínar systurnar í göngutúr í Köben.

danmork 1 200

danmork 1 192 Yngstu fjölskyldumeðlimirnir.  Þau vour ótrúlega góð og nutu lífsins í útlandinu

danmork 1 232 Svo var hægt að njóta lífsins í hallargörðunum.

danmork 1 233  Og þær gömlu nutu lífsins ekki síður en ungviðið.

danmork 1 252 Fröken Harpa Rut keypti sér hatt eins og fínar Kaupmannahafnardömur.  Hér er hún að bíða eftir pizzunni sem var búið að panta á fínu veitingahúsi.

danmork 1 257  Dagbjört Rós fékk líka að prófa hattinn.danmork 1 211 Ásdís á góðum degi

danmork 1 253  Mamma þarf líka að setja upp hattinn góða og punta sig.

danmork 1 214 Kristleifur Heiðar eyddi löngum stundum í kerrunni og skoðaði heiminn þaðan.danmork 1 268  Svo flaug hersingin heim. Hér er síðasta vínk á Kastrup og amma í Köben. varð voða einmana. En minningarnar voru margar og góðar.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

flottar myndir ....ohhh þetta var svo gaman

Guðný Bjarna, 8.5.2008 kl. 23:25

2 identicon

Sæl Nenna mín.

Ég óska þér góðs gengis með að verja ritgerðirnar.

Lilja var að verja sína ritgerð 5. maí og gekk alveg frábærlega vel. Þannig að nú er hún komin á beinu brautina í náminu. Búin með skólann og framundan vinnan á rannsóknarstofunni í að sinna sínum verkefnum. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki ennþá.

Íris tekur síðasta prófið 14. maí og þá koma krakkarnir til mín í mat til að halda upp á áfangann.

Bestu kveðjur Særún.

Særún Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnea Kristleifsdóttir

Höfundur

Magnea Kristleifsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Fréttir frá Köben

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • danmork 1 268
  • danmork 1 214
  • danmork 1 253
  • danmork 1 211
  • danmork 1 257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 217

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband