Meiri menning

Ég gerðist mjög menningarleg um helgina og fór á frábæra sýningu á Louisiana safninu.  Sá myndir eftir Cézanne og Giacometti sem voru frábærir listamenn. 

Ég fór líka í bíó og sá Flugdrekahlauparann og var ný búin að lesa bókina (á dönsku).  Bókin er alveg frábær, vel skrifuð og nær einhvernveginn að lýsa fínustu tilfinningum . Ég ráðlegg öllum að lesa hana.  Myndin er ekki eins góð og bókin,  að mér finnst, þó hún sé góð og endilega farið og sjáið hana, en lesiði bókina fyrst.

Svo er ég líka í ræktinni og held mig í  mest í horninu hjá gamlingjunum, það er eitthvað svo notalegt.  En  það eru fleiri en við gamlingjarnir þarna.  Þar eru líka miklir karlar, tattóveraðir og líta stórt á sig og þeir rápa á milli tækjanna og reka upp vein öðru hvoru svo við hrökkvum í kút og höldum að það sé verið að gera innrás, en þá eru þeir bara að lyfta einhverjum lóðum.  Ég hef aldrei heyrt karlana í sveitinni veina svona þegar þeir eru að bardúsa eitthvað.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

..sveitakarlarnir eru svo yfirvegaðir

Guðný Bjarna, 3.3.2008 kl. 16:46

2 identicon

Sæl.

Kíkti aðeins við hjá þér. Sé á öllu að þú nýtur þín - gott að sjá það. Góð samlíking með karlana.

Bestu kveðjur úr Hvítársíðunni

ID

Ingibjörg Daníelsd. (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnea Kristleifsdóttir

Höfundur

Magnea Kristleifsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Fréttir frá Köben

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • danmork 1 268
  • danmork 1 214
  • danmork 1 253
  • danmork 1 211
  • danmork 1 257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband