8.5.2008 | 21:32
Heimsóknin
Nú fera að líða að því að ég komi heim í sauðburð og fleira skemmtilegt. 'Eg hef í fyrsta skipti upplifað vorið í öðru landi, og það er öðruvísi en heima. Hér kom vorið einn daginn og það fór ekki daginn eftir. Veðrið er búið að vera alveg frábært undanfarna daga 20 - 24°C síðustu daga. Úlpur og utanyfirflíkur komnar ofaní tösku og verða ekki notaðar fyrr en heima á Fróni.
Ég er búin að skila ritgerðunum mínum og nú á ég eftir að halda fyrirlestur, þar sem ég á að verja það sem ég skrifaði. Þetta er svolítið fyrirkvíðanlegt þar sem ég á að tala í 45 mín. á dönsku. En allt hefst þetta og ég hlakka til að koma heim. Annars hefur það verið frábært að fá tækifæri til að dveljast svona í öðru landi og kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum.
Síðasta heimsókn var aldeilis skemmtileg, þegar stór hluti af fjölskyldunni kom í heimsókn. Það var margt gert og margt skoðað. Tívolí, dýragarður og hallargarðar ásamt öllum þeim stóru leikvöllum sem finnast hér voru vinsælir staðir þessa daga.
Hér koma nokkrar myndir frá heimsókninni:
þær voru fínar systurnar í göngutúr í Köben.
Yngstu fjölskyldumeðlimirnir. Þau vour ótrúlega góð og nutu lífsins í útlandinu
Svo var hægt að njóta lífsins í hallargörðunum.
Og þær gömlu nutu lífsins ekki síður en ungviðið.
Fröken Harpa Rut keypti sér hatt eins og fínar Kaupmannahafnardömur. Hér er hún að bíða eftir pizzunni sem var búið að panta á fínu veitingahúsi.
Dagbjört Rós fékk líka að prófa hattinn. Ásdís á góðum degi
Mamma þarf líka að setja upp hattinn góða og punta sig.
Kristleifur Heiðar eyddi löngum stundum í kerrunni og skoðaði heiminn þaðan. Svo flaug hersingin heim. Hér er síðasta vínk á Kastrup og amma í Köben. varð voða einmana. En minningarnar voru margar og góðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 14:34
Fiðrildi í maganum
Nú eru fiðrildin í maganum á mér farin að segja til sín. Ég hlakka svo til þegar ég fæ að sjá allan skarann minn á eftir. Ég veit að þau hafa bæði stækkað og breyst mikið á þessum 3 mánuðum sem ég hef verið hér í Köben. Veðrið er frábært, 18 stiga hiti og sól, svo það væsir ekki um mann þessa dagana.
l Þessi mynd er af Prinsessegade 23, þar sem hersingin ætlar að búa næstu dagana. Þar er frábær bakgarður með leiktækjum og fleiru fyrir krakka.
Hérna er skólinn minn. Hann er inn í miðri Kaupmannahöfn á fallegum stað.
Ég smellti mér á hestbak á Mósa, ágætis hestur, sem var einu sinni á Norðurlandamóti, fæddur í Skagafirði. Það eru góðar reiðleiðir og mikið gert fyrir hestamann í Roskilde.
Við Manni heimsóttum Reyni og Maríu í páskavikunni. Það var virkilega gaman að hitta þau og eins og þið sjáið hafa þau lítið breyst. Ekki komið grátt hár á höfuðið á Maríu.
Manni að fá sér pulsu á Strikinu. Góðar vinkonur í heimsókn
Um síðustu helgi voru 100 ár frá því konur fengu kosningarétt hér í Danmörku. Þær notuðu því tækifærið til að minna á hlutverk sitt í 100 ár og krefjast hærri launa. Hér eru hjúkrunarfræðingar í verkfalli, svo þetta minnir allt dálítið á Ísland. Gunna notaði tækifærið og fór í kröfugöngu í leiðinni.
Það er alltaf notalegt að setjast niður á Ráðhústorginu og fá sér kaffisopa á góðum degi. Tónleikar og fleiri uppákomur voru í boði þennan daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 20:11
Pláss eða plássleysi
Herbergið mitt stækkaði heldur betur í dag þegar ég hleypti loftinu úr risastóru vindsænginni sem ég fékk lánaða fyrir gestina mína. Ég bý í 15 fermetra herbergi með pínulítilli forstofu og pínulitlu baðherbergi. Þegar tvö tvíbreið rúm eru hér inni er ekki mikið pláss fyrir utan rúmin. Stundum finnst mér ég vera í búleik eins og litlu krakkarnir. Þegar það koma gestir þá set ég ketilinn í samband frammi í forstofu og helli upp á neskaffi. Borðstofuborðið er lítill kollur og sófasettið er rúmið mitt. En mér verður þá hugsað til þess hvað maður kemst af með lítið pláss. Erum við ekki að byggja allt of stór hús yfir okkur heima ?
Ég er svo hrifin af umferðarmenningunni hérna. Hér hjólar fólk mikið og ef allir sem eru á hjólum væru á bílum og þá einn í hverjum þá væri ekki búandi hér. En umferðin tekur mikið tillit til hjólreiðamannanna og ég er aldrei hrædd í umferðinni þegar ég hóla í skólann. Ég mydni ekki þora út á göturnar í Reykjavík. Það væri tækifæri fyrir næstu borgarstjórn að taka þetta fyrirkomulag til athugunar og byggja hjólastígi í staðinn fyrir mislæg gatnamót.
En ég lofaði myndum og nú ætla ég að reyna. Er búin að klúðra nokkrum tilraunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 18:52
aprílgabb
Já ég lég víst plata mig þann 1. apríl. Fréttin um að Danir hefðu selt Grænland til Bandaríkjanna var sem betur fer aprílgabb. En ég hélt að aprílgabb væri þannig, að maður ætti að hlaupa á einhvern tiltekinn stað. Sennilega hefði ég átt að hlaupa niður í þinghús og mótmæla.
En núna var ég að koma úr ferð með líffræðihópnum. Við fórum að skoða heilmikla vatnshreinsistöð í Moløv og svo fórum við að taka sýni úr ánni, sem rennur í gegn um bæinn, bæði fyrir og efti hreinsun. Það var gaman að sjá muninn. Svo endaði ég í partýi í skólanum. Á föstudögum er alltaf fredags fest og krakkarnir eru svo yndisleg við mig og vilja endilega hafa mig með og ekki hef ég á móti því. Á morgun er svo afmæli hjá Kristmundi frænda og það verður örugglega gaman.
Á sunnudaginn bíða mín svo ný ævintýri. Kona ( hún er jafnaldra mín) sem ég kynntist í skólanum er búin að bjóða mér heim til sín. Hún býr á búgarði í Roskilda og á íslenska hesta. Hún bauð mér á hestbak og á sunnudaginn. Við keyrum hestana inn í skóg og svo ríðum við til baka á búgarðinn. Ég hlakka til að komast á hestbak og ekki er verra að prófa að ríða eftir dönskum skógarstígum. Svo þið sjáið að ævintýrin eru allstaðar. Það er bara að opna dyrnar.
Myndir eru væntanlegar á næsta bloggi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 13:14
Vorið er komið
Eftir frekar kalda helgi kom vorið í gær með sól og blíðu. Gestirnir mínir þær Dóra, Eygló og Þórhildur voru svolítið óheppnar með veðrið en allt annað var í fínu lagi. Það var ótrúlega gaman að fá heimsókn að heiman. Takk fyrir það stelpur mínar!!
Nú fara að hellast yfir ýmiskonar verkefni í skólanum og ritgerðir sem á að skila í vor verða að fara að verða til. Skólamálin eru oft í umræðunni hér í fjölmiðlum og mér heyrist vera sama hljóðið í strokknum hér og heima. Kennarar eru óánægðir með launin, kennaraskortur er mikill, börnin erfiðari og vandinn vex og vex með hverju árinu. Samt eru Danir mjög ofarlega á lista velstæðra þjóða.
Annars er það helst í fréttum í dag að Danir seldu Bandaríkjamönnum Grænland fyrir 1,2 milljarda dkr. Þeir segjast ekki hafa haft annað en vesen og vandamál upp úr eigninni og Grænlendingum sjálfum. Ég get nú ekki annað en verið móðguð fyrir hönd Grænlendinga og mikið er ég fegin að Ísland náði því að verða sjálfstæð þjóð, áður en Danir náðu að selja okkur hæstbjóðanda. Síðast seldu Danir Bandaríkjamönnum Vestur Indisku eyjarnar sem hinir síðarnefndu hafa stórgrætt á. Ætli það sama verði ekki upp á teningnum með Grænland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2008 | 15:02
Íslenska krónan
Æ Æ það er ekki gott hvað íslenska krónan lækkar í verði. Þegar ég kom hingað í janúar þá var ein dönsk króna tæpar 13 krónur íslenskar og allt frekar ódýrt hér. Í dag er ein dönsk kr. 16,20 kr. íslenskar og það munar heilmiklu. Núna er allt dýrt og ég renndi rækilega fyrir budduna og borða bara upp á danskan máta þ.e. rúgbrauð og lifrarkæfu og gulrætur í eftirmat.
En nú er vorið að koma, það er spáð 12°C - 15°C núna um helgina eftir kuldakastið sem hefur verið núna er alltaf bót í máli að fá sól og blíðu. Hjólið er komið úr viðgerð svo þá er bara að hjóla af stað og njóta góða veðursins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 21:58
Þau gömlu í Köben
Já það er afstætt hugtak þetta með aldurinn. Þegar ég var tvítug þá fannst mér að ég væri búin að lifa mitt fegursta og ekki væri mikið eftir af spennandi tækifærum. En hvað haldið þið, lífið hefur aldrei verið skemmtilegra en núna. Við Manni höfum verið að skoða okkur um síðustu daga hér í nágrenninu. Í gær fórum við í langan göngutúr, byrjuðum á því að fara bakdyramegin inn í Kristjaníu og skoðuðum öllu litlu skrítnu húsin þar. Löbbuðum svo niður í bæ og settumst út í sólskinið í Nýhöfn og fengum okkur heitt súkkulaði og romm. Þar næst fórum við í siglingu umhverfis borgina og að lokum skelltum við okkur í óperuna og sáum hina kátu ekkju í nýja óperuhúsinu, sem er alveg magnað hús. Í dag höfum við verið að hjóla um borgina og ég held að við höfum hjólað u.þ.b 20 km í dag. Veðrið var alveg ágætt sólskin en svolítið kalt þegar líða tók á daginn. Í kvöld elduðum við íslenskt lambakjög og það smakkaðist dásamlega. Á morgun er svo ferðinni heitið til Odense þar sem okkar bíða ný ævintýri. Svo ég segi enn og aftur, aldur er afstætt hugtak, þú ert ekki eldri en þér finnst þú vera og nú er ég 19.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2008 | 18:11
Útilega og jarðfræði
Nú er ég búin að vera á ferðinni um Sjáland í heila viku og er orðin nokkuð góð í að greina ýmiskonar náttúrufyrirbrigði. Það var svokölluð studio uge sem þýðir að þú ert bara í einu fagi í heila viku og ferð út úr skólastofunni og ferðast um og skoðar ýmislegt í náttúrunni. Við byrjuðum á að ganga um Mölledalinn sem er 15 km langur og þar rennur hin svokallaða Mölledalsá. Aðalviðfangsefnið var að skoða náttúrumyndun sem skapaðist á íslöld. Mölledalsáin er nú ekki merkileg á miðað við þær íslensku. Þetta var nú bara lítill lækur á okkar mælikvarða. Næsta dag skoðuðum við kalkmyndun á Stevens Klint sem er mjög fallegt svæði þar sem kalkmyndunin er 70 milljón ára gömul. Ég tók að sjálfsögðu nokkra steina með til minninga. Við enduðum svo á þriggja daga útilegu þar sem við skoðuðum steina og greindum þá og unnum ýmiskonar verkefni. Á kvöldin var svo kvöldvaka með tilheyrandi sekmmtun. Þannig að ég er alltaf að upplifa eitthvað nýtt. Og nú er komið páskafrí og ég held að flestir hér á kollegiinu séu að fara eitthvað í burtu, svo það verða rólegheit hér.
Mér heyrist á veðurfregnunum að það sé von á páskahreti, næturfrost í næstu viku ,en það hafa ekki verið margar frostnætur hér síðan ég kom í janúar, veðrið hefur verið aldeilis ágætt hér í vetur.
Svo kemur Manni á þriðjudaginn og að sjálfsögðu er ferðinni heitið í óperuna eina kvöldstund því minn maður er orðinn óperuunnandi. Læt gott heita í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2008 | 20:56
Meiri menning
Ég gerðist mjög menningarleg um helgina og fór á frábæra sýningu á Louisiana safninu. Sá myndir eftir Cézanne og Giacometti sem voru frábærir listamenn.
Ég fór líka í bíó og sá Flugdrekahlauparann og var ný búin að lesa bókina (á dönsku). Bókin er alveg frábær, vel skrifuð og nær einhvernveginn að lýsa fínustu tilfinningum . Ég ráðlegg öllum að lesa hana. Myndin er ekki eins góð og bókin, að mér finnst, þó hún sé góð og endilega farið og sjáið hana, en lesiði bókina fyrst.
Svo er ég líka í ræktinni og held mig í mest í horninu hjá gamlingjunum, það er eitthvað svo notalegt. En það eru fleiri en við gamlingjarnir þarna. Þar eru líka miklir karlar, tattóveraðir og líta stórt á sig og þeir rápa á milli tækjanna og reka upp vein öðru hvoru svo við hrökkvum í kút og höldum að það sé verið að gera innrás, en þá eru þeir bara að lyfta einhverjum lóðum. Ég hef aldrei heyrt karlana í sveitinni veina svona þegar þeir eru að bardúsa eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 19:08
Gangefest
Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt. Það er alltaf sunnudagur hér, því þá horfi ég á framhaldsþátt í sjónvarpinu og mér finnst ég alltaf vera að horfa á þennan þátt. Annars er það af mér að frétta að hér um helgina var heljarinnar gangefest. Sem fór þannig fram að allir sem búa hér á ganginum tóku sig til og gerðu eldhúsið hreint. Þar á eftir var slegið upp veislu með svínakjöti og öli. Efitr það var gengið á herbergin og þar var boðið upp á ýmislegt góðgæti sem hver og einn hafði útbúið. Þar mátti finna allt frá austurlenskri stemningu til hinnar íslensku ísköldu. Þetta kvöld var alveg frábært og sannar enn og aftur að maður á að gleðjast saman og hrista upp í hversdagsleikanum, og svo er þetta frábær leið til að kynnast fólki.
Læt fylgja með nokkrar myndir:
Svona lít ég út ef þið eruð búin að gleyma
Við fengum okkur göngutúr úti í náttúrunni. Það eru nokkrir garðar sem við getum notað sem útivistarsvæði, þó skólinn sé inni í miðri Köben. Hér er 6 ára bekkurinn minn að viðra sig á góðum degi.
Og svo var það skurðlæknirinn sem bauð upp á uppábúið
skurðarborð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Magnea Kristleifsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar