Óeirðir

Það er mikið um að vera hér í Köben þessa daganna.  Hér er kveikt í bílum og sprengjum hent inn í hús hjá fólki sem á sér einskis ills von.  Hér þar sem ég bý hefur allt verið með kyrrum kjörum þar til í gærkvöldi að ég heyrði einhver heljarinnar læti utandyra með sírenuvæli og því sem tilheyrir.  Þegar ég svo lagði af stað í morgun hjólandi, sá ég að tveir bílar voru brunarústir einar hér í næstu götu.  Þessum látum verður að linna og enginn veit svo sem hvað er í gangi.  Myndirnar af Muhamed eru nefndar sem aðalorsök en þeir framámenn sem talað er við í sjónvarpinu segja að það hafi bara verið olía á eldinn sem kraumar hjá innflytjendum. 

Ég vona bara að við heima á Íslandi náum að komast hjá svona löguðu.  Mér finnst gott hjá Bubba og félögum að stofna til þessara tónleika til að minna á að kynþáttafordómar tilheyra fortíðinni.  Erum við ekki öll bara manneskjur sem búum á þessari jörð sama hver hörundsliturinn er.    Undecided

 


Wonderful, wonderful Copenhagen

danmork 1 039

Hér bý ég ásamt 2000 öðrum stúdentum af ýmsum þjóðernum. Þetta er bara hluti af einni einingunni.  Þetta er semsagt mynd af Ørasundskollegiinu Dalslandsgade 8 2300 København S 'Eg er í herbergi D 202    sími:  0045 50316739  Ef þið verðið á ferðinni, eða viljið senda mér bréf með gamla laginu.

 

danmork 1 041

Það er fallegt í Köben á sólskinsdögum eins og þessum.

danmork 1 043

Ég bý rétt hjá þessu fallega gamla húsi.

danmork 1 008

Svo eru fallegir gamlir sveitabæir alltaf rómantískir. 

Eg er að reyna að setja inn myndir og ef þetta tekst þá fáið þið fleiri myndir fljótlega. 

Að ferðast um Danmörku um hávetur var fróðlegt.  Hér eru vorverkin byrjuð á einstaka stað og bændur farnir að plægja akrana sína.  Ferðaðist til syðsta hluta Danmerkur, Mön, Falstur og Lolland varð fyrir valinu.  Farnir voru rólegir sveitavegir og landið skoðað frá öðru sjónarhorni en frá hraðbrautinni.   Jón bróðir bauð  mér semsagt í bíltúr og hann er sem kunnugt er reyndur leiðsögumaður svo þetta var hið besta ferðalag hjá okkur.  Meira síðar

 

 


Grímuball eða þorrablót

Auðvitað skellti ég mér á grímuballið,því annars hefði ég auðvitað verið á þorrablótinu heima.  Hárkollan góða sem ég keypti í fyrra var náttúrlega heima svo ég dressaði mig upp eins og miðaldra kennslukona í stuttu pilsi, háum hælum og netsokkum.  Það var bara gaman en ég stóð mig ekki eins vel og oft áður var komin heim upp úr miðnætti.

Það er annars meiri munurinn að hafa þetta internet.  Nú sit ég á kvöldin og hlusta á rás 1 og fréttirnar í sjónvarpinu.  Í gær hlustaði ég t.d á þrjá síðustu þættina með hundi í útvarpssal og skemmti mér vel. Svo get ég hraðspólað yfir borgarstjórafréttirnar, þetta er nú meira ruglið í borgarpótitíkinni heima.

Nú er ég að fara að kenna hér í Kóngsins Kaupmannahöfn og það er enginn venjulegur skóli fyrir almúgann, þetta er nefninlega skólinn sem Margrét drottning gekk í þegar hún var lítil stelpa og hennar systur líka.  Kannski eru litlu prinsarnir í mínum bekk, aldrei að vita.


Ferðalag

Það kom til mín myndarlegur ungur maður í fyrradag og spurði mig hvort hann mætti bjóða mér í ferðalag með sér daginn eftir.  'Eg sagði auðvitað já og svo kom í ljós að hann var að bjóða öllum útlendndu stúdentunum í ferð til Helsingör ásamt mat og tilheyrandi pöbbarölti.   Við skoðuðum að vísu höllina fyrst og röltum um gamla bæinn, sem er með þeim elstu í Danmörku. Þetta var hin skemmtilegasta fer.  Hér í skólanum eru 12 útlendir nemendur allt konur.  'Eg er auðvitað elst en  ég finn ekkert fyrir því, þær eru allar voða sætar við mig og vilja alltaf hafa mig með sér hvert sem farið er.  Við erum 3 íslenskar og svo eru tyrkneskar og írskar stelpur. 

Frá Köben er það helst að frétta að ég var að koma inn úr hjólatúr.  Veðrið var ótrúlegt logn og sól og 10°C .  Ég er enga stund að hjóla niður í bæ, hélt ég væri hálfnuð þegar ég var allt í einu stödd á miðju Strikinu, var ca. 10 mínútur að hjóla þangað. Hjólaði framhjá Prinsessegade þar sem ég held að Guðný, Íris og Ásdís ásamt börnunum sínum séu búnar  að fá íbúð í apríl.  Hún er hér rétt hjá.  Í kvöld hefði ég verið að fara á þorrablót heima í sveitinni, en ætli ég fari ekki bara á grímuballið sem haldið verður hér á kollegíinu í kvöld, aldrei að vita.


Dönsk menning

Ég hafði kveikt á sjónvarpinu i gærkvöldi og hlustaði með öðru eyranu, ( ég er jú að æfa mig í dönskunni) og þeir eru alveg dásamlegir hérna.  Fyrst var klukkutíma þáttur um hvernig hægt er að spara, t.d. vatnið, láta það ekki renna og svo rafmagnið, ekki hafa kveikt þar sem enginn er.  Svo kom þáttur um mataræði.  Þar var til viðtals kona sem var svo horuð að það var hrein hörmung.  Hún talaði um að öll fita sem við látum ofaní okkur muni eyðaleggja heilafrumurnar í okkur og best væri að borða bara gulrætur.  Má ég þá heldur biðja um slátur og feitt kjöt.  Svo kom þáttur um barnauppeldi.  Þar kom móðir með ársgamalt barnið sitt með sér og var að sýna áhorfendum hvað hægt væir að kenna börnum.  Hún var með spjöld sem á voru punktar misjafnlega margir og barnið átti að segja hvað punktarnir voru margir á hverju spjaldi.  Barnið var náttúrlega eins og börn eru, reif af henni spjöldin og kuðlaði þeim saman.  En alltaf þegar krakkinn tók spjald af mömmunni sagði hún tölurnar t.d. 49.  Og við áttum svo að halda að barnið hefði valið réttar tölur. 

Annars fór ég í langan göngutúr í dag  labbaði meðal annars allt Strikið.  Það var eins og vor í lofti og veitingahúsaeigendur farnir að setja út borð og stóla fyrir framan veitingastaðina.  Semsagt frábært veður hér miðað við árstíma.


Hjólið

Jæja kæru vinir ég keypti mér semsagt hjól í gær og það var ........  EKKI KELLINGAHJÓL.  En bleika spítthjólið sem ég var búin að sjá var náttúrlega selt, ég hefði átt að skella  mér á það strax.  EN hjólið sem ég fékk mér er blátt, svolítið svolítið gamalt, en það er með körfu og mjóum dekkjum svo ég kemst hratt með körfuna.  Þannig að ég sameinaði þetta aðeins.  Hjólaði svo út í búð ( með plastpokann með mér, til að spara) þannig að ég er að verða dáldið dönsk.

Danirnir eru annars mjög uppteknir af barnauppeldi og mataræði þessa dagana.  Maður opnar ekki útvarpið né kveikir á sjónvarpi án þess að það sé verið að tala um þessi málefni.  Svo ég er sennilega á réttum stað á réttum tíma.   Veðrið er fínt og allt gengur vel.


Hjol eda hjol

Thad er ekki of sogum sagt ad sa a kvolina sem a volina.  Nu stend eg frammi fyrir thvi ad kaupa hjol og eg hef um tvennt ad velja.  Bleikt hjol med mjoum dekkjum sem nær mun meiri hrada en venjuleg hjol nokkurskonar spitthjol.  Og svo er thad kellingahjol med korfu og med  breidum dekkjum thar sem eg sit upprett og kemst ekki mjog hratt yfir, en myndi hæfa svona midaldra kennslukonu mun betur.  En thar sem eg umgengst ekki folk sem er mikid yfir 30 arin herna, tha finnst mer eg ekki vera eldir thessa stundina.   Svo hvad a eg ad gera, eda ollu heldur hvad geri eg ?

Thid megid geta.              En svarid kemur a morgun.       Halo 

Gledilegan bollu, sprengi og oskudag.  Mig langar i saltkjot og baunir !!!!   Police


skautaferd

Eg for a skauta i gær a Konges Nytorv sem er alveg vid Hvidvins vinstue thar sem Jonas Hallgrimsson sat vid drykkju fordum.  Eg liktist meira belju a svelli en theirri skautadrottningu sem eg var fordum, thegar eg renndi mer a Reykjadalsa med miklum sveiflum.  Eg var nu adallega ad passa mig ad detta ekki, thvi midaldra konur eru vist frekar brothættar.

Annars er allt fint, var ad koma ur liffræditima og hann var eins og adrir timar her afslappadur og mikid spjallad um ferdalag sem a ad fara i agust.  En thad eru allir mjog indælir og tilbunir ad hjalpa mer.  Eg var ad skra mig i ferdalag med landafrædihopnum sem verdur i vikunni fyrir paska.  Um midjan februar fer eg i skolaheimsoknir og verd i 3 vikur, eg hlakka til.  Her er kennari sem er ad utbua utikennslu nam i skolum her i kring svo eg er mjog heppin med thad.    Og ad lokum  VEDRID ER ÆDISLEGT.


Kvedja fra Køben

Jæja elsku vinir ta byjrar bloggid fra Køben.  

  Her er fint ad vera. Vedrid alltaf gott og haegt ad komast allra sinna ferda med nedanjardarlestinni.  Thegar eg kom fyrst  i Øresundskollegiid fannst mer thetta ansi frumstaett allavega adkoman og allt fremur sodalegt.  En allt venst og herbergid mitt er mjog fint og mer lidur bara agætlega thar.   Thad er eitt alveg yndislegt vid Køben ad her er bilaumferdin eins og i sjavarthorpi uti a landi.  Her ferdast allir i straeto eda med lest, en flestir hjola enda eru Danir allir grannir og fit.  Eg er ad leggja drog ad tvi ad kaupa mer hjol bradlega. 

Skolinn er stadsettur inni i midri Køben a finum stad og eg er 4 min. ad labba ur Metroinu i skolann.   Mer list bara vel a hann og allt er fremur afslappad her og mun minna stress heldur en heima.   Eg er ekki enn kominn med tolvuna i samband vid internetid  heima hja mer en eg er ad leggja drog ad tvi.  Blogga meira bradum.  Latid heyra fra ykkur


Sunnudagur 20.janúar

Í dag eru allir hressir og kátir.  Nú eru 4 dagar þar til ég yfirgef landið elsku vinir. Veriði dugleg að heimsækja síðuna mína og láta heyra frá ykkur.  Ég er enn að prófa mig áfram á blogginu og vonandi gengur þetta upp hjá mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnea Kristleifsdóttir

Höfundur

Magnea Kristleifsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Fréttir frá Köben

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • danmork 1 268
  • danmork 1 214
  • danmork 1 253
  • danmork 1 211
  • danmork 1 257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband